Bæjarráð Fjallabyggðar

711. fundur 30. september 2021 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 2109041Vakta málsnúmer

Á 710. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Hestamannafélagsins Glæsis vegna þriggja atriða. Bæjarráð samþykkti að bjóða stjórn hestamannafélagsins á næsta fund bæjarráðs.
Á fundinn mættu Haraldur Marteinsson, Hreinn Júlíusson og Magnús Jónasson fyrir hönd Hestamannafélagsins Glæsis.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu Glæsi fyrir komuna og samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fara yfir athugasemdir sem komu fram á fundinum og samninginn við Hestamannafélagið frá 2013 og leggja fyrir bæjarráð.

2.Samningur um skólaakstur úr dreifbýli 2021-2022

Málsnúmer 2109044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um greiðslur til foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2021-2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 17.09.2021 vegna óskar um að ráða tímabundið í hlutastarf vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og breytinga á barnaverndarlögum sem taka gildi um næstu áramót.
Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka innan félagsmáladeildar þannig:
Hækkun á málaflokki 02310, lykill 1110 kr. 990.000, og málaflokki 02310, lykill 1890 kr. 237.600.- Lækkun á málaflokki 02510, lykill 1110 kr. -990.000. og málaflokki 02510, lykill 1890 kr. -237.000.-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 23/2021 sem ekki hreyfir handbært fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar.

4.Erindi frá Veiðifélagi Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2109014Vakta málsnúmer

Á 709. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 5. september sl. þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögn tæknideildar vegna kostnaðar við að fjarlægja leyfar af brú yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða við Hringver.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 23.09.2021 þar sem hann leggur til að Fjallabyggð greiði umræddan reikning og að verkið verði klárað af hendi Fjallabyggðar á þessu ári.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

5.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála ásamt bókun 78. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar dags. 2. september 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 2109074Vakta málsnúmer

Samþykkt
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að tímaplani vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram

8.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2109067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafns Íslands ses. dags. 21. september 2021 þar sem óskað er eftir viðræðum við kjörna fulltrúa Fjallabyggðar um rekstrarsamning, þar sem núgildandi samningur rennur út þann 31.12.2021. Einnig lagt fram fylgiskjal sem fer yfir sögu safnsins, uppbyggingu og hlutverk í stuttu máli.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að boða Anitu Elefsen á næsta fund bæjarráðs.
Nanna Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

9.Erindi til bæjarráðs - Skrifstofuaðstaða

Málsnúmer 2109072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar dags. 22. september sl. varðandi umsókn um leigu á skrifstofuplássi á Ólafsfirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Mikilvægt er að Fjallabyggð stuðli að fjölgun fjölbreyttra starfa. Með nútímasamskiptatækni er hægt að vinna fjölmörg störf hvar sem er án vandkvæða. Hugtakið „störf án staðsetningar" á rætur að rekja til byggðaáætlunar og er því í reynd byggðamál, aðgerð sem ætlað er að auka fjölbreytni í atvinnukostum á landsbyggðinni. Með þetta í huga samþykkir bæjarráð að leigja út þrjú skrifstofurými á Ólafsfirði að Ægisgötu 15.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Viktor Freyr og að auglýsa hin tvö rýmin með skilyrði um að rýmin verði nýtt til starfa án staðsetninga.

10.Hraðhleðslustöð í Ólafsfirði

Málsnúmer 2109073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Valgeirs Baldurssonar bæjarfulltrúa H-lista þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu varðandi uppsetningu á hleðslustöðvum sem átti að setja upp í Ólafsfirði.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

11.Líforkuver

Málsnúmer 2109046Vakta málsnúmer

Lagt er fram að nýju erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 15. september 2021. Í erindinu óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj.kr. sem verði nýttar til hagkvæmnimats mögulegs líforkuvers á Akureyri. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Fjallabyggðar kr. 774.000 sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 774.000 til gerðar hagkvæmnismats en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.
Bæjarráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við þessa hagkvæmnisathugun ætti því að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi einnig, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.
Að síðustu beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að samþykkt verði að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hlut Fjallabyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

12.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi.

Málsnúmer 2109076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags. 27.09.2021. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tímabundið áfengisleyfi á Hornbrekku vegna kráarkvölds.

13.Úrkoma á Siglufirði 28. september 2021

Málsnúmer 2109085Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 29. september 2021 þar sem farið er yfir vinnu slökkviliðs vegna vatnselgs og vatnsleka á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar slökkviliðisstjóra fyrir ítarlega skýrslu og óskar jafnframt eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi málið.

14.Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum.

Málsnúmer 2109075Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 24.09.2021 frá Sigurði Á. Þráinssyni f.h. Umhverfis- og auðlindarráðuneytis varðandi tækniskýrslu frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi. Ráðuneytið vonast til þess að sveitarfélög kynni sér efni skýrslunnar og nýti til þess að vinna að eflingu og aukinni vernd líffræðilegrar fjölbreytni í sveitarfélaginu.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 10:00.