Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 2109041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram erindi Hestamannafélagsins Glæsis dags. 2. september 2021, í erindinu óskar stjórn félagsins eftir fundi með bæjarráði vegna þriggja atriða sem tíunduð eru í erindinu. Einnig er lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 15. september.
Bæjarráð samþykkir að bjóða stjórn Hestamannafélagsins Glæsis til fundar á næsta reglulega fund ráðsins og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að boða stjórn félagsins til fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Á 710. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Hestamannafélagsins Glæsis vegna þriggja atriða. Bæjarráð samþykkti að bjóða stjórn hestamannafélagsins á næsta fund bæjarráðs.
Á fundinn mættu Haraldur Marteinsson, Hreinn Júlíusson og Magnús Jónasson fyrir hönd Hestamannafélagsins Glæsis.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu Glæsi fyrir komuna og samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fara yfir athugasemdir sem komu fram á fundinum og samninginn við Hestamannafélagið frá 2013 og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27.01.2022

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 18, janúar 2022 ásamt fylgiskjölum. Í minnisblaðinu er farið yfir þau ágreiningsefni sem uppi hafa verið og voru m.a. reifuð af fulltrúum hestamannafélagsins á 710. fundi bæjarráðs og í minnisblaði formanns félagsins dags. 7. janúar sl.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara hestamannafélaginu með bréfi byggt á framlögðum gögnum og viðræðum aðila.

Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma þau atriði sem út af standa, framkvæmdum skal lokið fyrir miðjan júní 2022.