Erindi frá Veiðifélagi Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2109014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lagt er fram erindi veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 5. september sl.. Í erindinu er annars vegar óskað upplýsinga um stöðu mála er varða hækkað vatnsborð Ólafsfjarðarvatns, hins vegar er óskað eftir því að Fjallabyggð greiði kostnað vegna fjarlægingar brúar yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita viðbragða Vegagerðarinnar varðandi stöðu mála er varða hækkað vatnsborð Ólafsfjarðarvatns, hvað varðar seinni lið erindis veiðifélags Ólafsfjarðar þá óskar bæjarráð umsagnar tæknideildar.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Á 709. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 5. september sl. þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögn tæknideildar vegna kostnaðar við að fjarlægja leyfar af brú yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða við Hringver.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 23.09.2021 þar sem hann leggur til að Fjallabyggð greiði umræddan reikning og að verkið verði klárað af hendi Fjallabyggðar á þessu ári.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.