Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2109067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Lagt fram erindi frá Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafns Íslands ses. dags. 21. september 2021 þar sem óskað er eftir viðræðum við kjörna fulltrúa Fjallabyggðar um rekstrarsamning, þar sem núgildandi samningur rennur út þann 31.12.2021. Einnig lagt fram fylgiskjal sem fer yfir sögu safnsins, uppbyggingu og hlutverk í stuttu máli.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að boða Anitu Elefsen á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 713. fundur - 07.10.2021

Á 711. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Anitu Elefsen fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands ses. varðandi endurnýjun á rekstrarsamningi. Á fund bæjarráðs mætti Anita Elefsen og fór yfir innsent erindi.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar Anitu Elefsen fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð vísar erindi Síldarminjasafns Íslands ses. um endurnýjun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 02.12.2021

Sandra Finnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Á 721. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 18.11.2021 samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar samkvæmt reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda. Umsókn Síldarminjasafns Íslands ses um endurnýjaðan rekstrarsamning var tekinn til umfjöllunar og vísar markaðs- og menningarnefnd umsögn til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Fram er lögð umsögn Markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi, 2. desember 2021, vegna beiðni Síldarminjasafns Íslands ses. um endurnýjun rekstrarsamnings.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagða umsögn og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2022.