Erindi til bæjarráðs - Skrifstofuaðstaða

Málsnúmer 2109072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Nanna Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar dags. 22. september sl. varðandi umsókn um leigu á skrifstofuplássi á Ólafsfirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Mikilvægt er að Fjallabyggð stuðli að fjölgun fjölbreyttra starfa. Með nútímasamskiptatækni er hægt að vinna fjölmörg störf hvar sem er án vandkvæða. Hugtakið „störf án staðsetningar" á rætur að rekja til byggðaáætlunar og er því í reynd byggðamál, aðgerð sem ætlað er að auka fjölbreytni í atvinnukostum á landsbyggðinni. Með þetta í huga samþykkir bæjarráð að leigja út þrjú skrifstofurými á Ólafsfirði að Ægisgötu 15.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Viktor Freyr og að auglýsa hin tvö rýmin með skilyrði um að rýmin verði nýtt til starfa án staðsetninga.