Hraðhleðslustöð í Ólafsfirði

Málsnúmer 2109073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Lagt fram erindi Jóns Valgeirs Baldurssonar bæjarfulltrúa H-lista þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu varðandi uppsetningu á hleðslustöðvum sem átti að setja upp í Ólafsfirði.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 13.10 2021, óskað var eftir umsögninni á 711. fundi bæjarráðs í kjölfar fyrirspurnar Jóns Valgeirs Baldurssonar f.h. H-lista. Í umsögn deildarstjóra kemur fram að hann hafi verið í samskiptum við ýmsa aðila vegna málsins og að tillaga liggi fyrir þess efnis að sett verði upp hraðhleðslustöð við Kjörbúðina og þrjár hæghleðslustöðvar við íþróttamiðstöðina. Fram kemur í minnisblaðinu að stækka þurfi heimtaugar og að huga verði að gjaldtöku.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram á þeim forsendum sem fram koma í framlagðri umsögn, einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra að skoða möguleika á að sækja um styrki vegna hleðslustöðva og að gera ráð fyrir hlut sveitarfélagsins í uppsetningu þeirra á fjárhagsáætlun komandi árs.