Bæjarráð Fjallabyggðar

406. fundur 25. ágúst 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Norðurtún 23 - Flóð frá varnargörðum við Bola

Málsnúmer 1508040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs þar sem farið er fram á þáttöku sjóðsins við lagfæringar vegna síendurtekinna flóða frá varnargörðum á lóðir og hús við Norðurtún, Siglufirði.

2.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Akureyrarbæ vegna höfnunar á greiðslu húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, í málinu.

3.Skíðasvæði Fjallabyggðar - Hólavegur 7 o.fl.

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að kveða til matsmenn varðandi ósk um uppkaup hússins að Hólavegi 7, Siglufirði.

4.Staðgreiðsla tímabils 2015

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Staðgreiðsla á tímabilinu 01.01.15 - 31.08.15 er áætluð 600.204.300 en bókfærð 622.195.647 sem er aukning upp á 3,7%.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

6.Almenningssamgöngur milli byggðakjarna

Málsnúmer 1505058Vakta málsnúmer

Talið var innstig í almenningssamgöngum Fjallabyggðar á tímabilinu 15.06 - 21.08 2015. Heildarfjöldi farþega er 1.543 þar af farþegar á vegum KF 1.416.

Lagt fram til kynningar og málinu frestað þar til frekari talningar hafa farið fram.

7.Dagur íslenskrar náttúru 2015

Málsnúmer 1508035Vakta málsnúmer

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur 16. september næstkomandi.

Bæjarráð vísar málinu til markaðs og menningarfulltrúa.

8.Skólaþing sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1508041Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur Skólaþing sveitarfélaga mánudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hótel Nordica.
Áhersla þingsins að þessu sinni verður tvíþætt:
1. Efling læsis í leik- og grunnskólum.
2. Innleiðing vinnumats í grunnskólum.

Málinu frestað til næsta fundar.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda 8. og 9. október 2015

Málsnúmer 1508048Vakta málsnúmer

Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

10.Áskorun til sveitarstjórna um gjaldfrjálsan grunnskóla

Málsnúmer 1508049Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla fyrir öll börn.

Lagt fram til kynningar.

11.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 1508050Vakta málsnúmer

Ráðherra menntamála fyrirhugar að blása til mikilla aðgerða til að bæta læsi íslenskra ungmenna, í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók menntamála.
Hluti af aðgerðunum er svokölluð þjóðarsátt um læsi þar sem ætlunin er að fá bæjar og sveitarstjóra allra sveitarstjórna á Íslandi til að undirrita þjóðarsátt um læsi. Ráðherra mun fyrir hönd ríkisstjórnar undirrita þjóðarsáttina og stefnt er að því að ráðherra fari hringferð um landið og undirriti sáttina í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins.
Stefnt er að því að ráðherra verði á Siglufirði 31. ágúst kl 16:30. Reiknað er með að athöfnin taki með öllu um það bil klukkutíma.

12.Vegna lóðarinnar að Strandgötu 3, Ólafsfirði

Málsnúmer 1508028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar vegna lóðarinnar að Strandgötu 3, Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags og umhverfisnefndar í ljósi athugasemda Kristins.

13.Fundargerðir starfshóps um búfjárhald

Málsnúmer 1508051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um búfjárhald frá 20. ágúst.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

14.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73. fundur - 19. ágúst 2015

Málsnúmer 1508002FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Lagt fram yfirlit yfir orlofsdaga starfsmanna Fjallabyggðarhafna. Óskað er eftir áætlun frá yfirhafnarverði hvernig orlofsdagar verða kláraðir. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Hafnarstjóri fór yfir helstu upplýsingar varðandi endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði.
    a) Kostnaður er áætlaður 436 mkr. þar af er hlutur Fjallabyggðar 120 mkr.
    b) Framkvæmdatími. Endanlegum framkvæmdum er áætlað að vera lokið í ágúst 2017.
    c) Aðrar upplýsingar:
    Efnistök við dýpkun eru áætlaðir 52.000 m3. Þar af verða 25.000 m3 notaðir sem fylling á bak við þil.
    Mismunur 27.000 m3 verða væntanlega notaðir til uppfyllingar á hafnarsvæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Nú þegar hafa eftirtaldar bókanir borist vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2016.
    a) Ocean Diamond - 8 skipti
    b) National Geograpic Explorer - 2 skipti

    Hafnarstjórn fagnar þessum bókunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • 14.4 1412012 Gjaldskrár 2015
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Hafnarstjóri leggur til að farþegagjöld vegna skemmtiferðaskipa á árinu 2016 verði 1 evra á farþega.

    Hafnarstjórn samþykkir þessa gjaldtöku fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar við fjárhagáætlunargerð 2016.

    Yfirhafnarverði falið að kanna hver kostnaður er við að koma upp posa á hafnarskrifstofu sem lið í því að efla innheimtu hafnargjalda vegna smærri báta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Aðgerðir eru í gangi til að halda vargfugli í skefjum. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur hefur verið fengin til að taka út starfsemi hafnarsjóðs. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit hafnarsjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.
    Niðurstaða fyrir tímabilið er jákvæð um 2.588.749 millj. umfram tímabilsáætlun eða 22%. Rauntölur -14.568.249 millj. Áætlun -11.979.500 millj.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Minnisblað Hafnasambands Íslands um tryggingamál hafna lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73 Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Niðurstaða fundar bókuð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015

Málsnúmer 1508003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram erindi Þóris Ö. Ólafssonar fyrir hönd Joachim ehf. Óskað er eftir úthlutun á lóð nr. 6 við Vetrarbraut á Siglufirði. Einnig er spurt hvort leyfi fengist til að rífa núverandi húseign við Vetrarbraut 4 á Siglufirði og sameina lóðina við Vetrarbraut 6. Tengist þetta áformum um stækkun við fasteignina Aðalgötu 10. Um er að ræða nýbyggingu sem fæli í sér aukningu á núverandi gistirými við Aðalgötu 10.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu á fyrirhuguðum framkvæmdum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir eru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús. Íbúðarhúsið er flutningshús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskar Kristinn eftir samþykki bæjarráðs fyrir niðurfellingu gatnagerðagjalda á framkvæmdinni.

    Nefndin telur að þessi lóð henti ekki til byggingar en bendir jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.
    Bókun fundar Í ljósi athugasemda umsóknaraðila er málinu vísað aftur til umfjöllunar í skipulags og umhverfisnefnd.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram erindi Jóhannesar Árnasonar fyrir hönd Þórhalls Halldórssonar hjá Rarik þar sem óskað er eftir leyfi fyrir endurnýjun á heitavatnspípu í Skútudal.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Olíudreifing ehf. óskar eftir leyfi til að rífa og fjarlægja tvær vörugeymslur og tvo gasolíugeyma í olíubirgðastöð að Ránargötu 2 skv. meðfylgjandi teikningu. Í framhaldinu verða núverandi girðing og hlið lagfærð eða endurnýjuð.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram nýtt lóðarblað og lóðarleigusamningur þar sem lóðir Olíudreifingar ehf. við Ránargötu 2 og 4 sameinast í eina lóð og fá heimilisfangið Ránargata 4.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagður fram nýr lóðarleigusamningur Vesturgötu 2, Ólafsfirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Salmann Kristjánsson óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamning við Hlíðarveg 19, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Köfunarþjónustan ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp vinnubúðir við flugstöðina á Siglufirði í ágúst 2015. Við verklok á uppsetningu stoðvirkja sem eru áætluð í september 2018, verða búðirnar teknar niður og öll ummerki um þær fjarlægðar. Alls eru þetta 10 gámar sem eru hver um sig 6 metrar á lengd, 2.5 metrar á breidd og 2,2 metrar á hæð, hvítir að lit.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Eigendur húsnæðis að Múlavegi 6, Ólafsfirði, hafa ákveðið að láta einangra og klæða hluta hússins. Óskað er eftir samþykki á þessari breytingu á húsnæðinu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli.

    Nefndin leggur til að sett verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.
    Bókun fundar Bæjarráð óskar eftir nánari skýringum, útfærslu og kostnaði.

    Erindi vísað aftur til skipulags og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Húseigandi að Ólafsvegi 26 óskar eftir að sameina eignarhluta hússins í eina fasteign. Eignarhlutarnir eru: 215-4264 og 215-4265.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Ágúst Hafsteinsson arkitekt fyrir hönd eigenda Eyrargötu 24b, sækir um leyfi til að útbúa einhalla þak á núverandi skyggni fyrir ofan 1.hæð á vesturhlið hússins.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram erindi frá Jóhanni Helgasyni, dagsett 9. júlí 2015, varðandi ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetningu Ólafsfjarðar.

    Nefndin hefur nú þegar sent út bréf til fyrirtækja og einstaklinga þar sem hvatt er til betrumbóta á umhirðu og ásýnd nærumhverfis og mun halda því áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lögð fram til kynningar hönnunartillaga í vinnslu, af Leirutanga. Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2015.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 9,2 millj. kr. sem er 75% af áætlun tímabilsins sem var 12,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 4 millj. kr. sem er 33% af áætlun tímabilsins sem var 12 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 51,6 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 47,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,7 millj. kr. sem er 67% af áætlun tímabilsins sem var 2,6 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -50,5 millj. kr. sem er 132% af áætlun tímabilsins sem var -38,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 9,3 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 12,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -9,3 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var -6,9 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.