Hafnarstjórn Fjallabyggðar

73. fundur 19. ágúst 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.Orlof starfsmanna í Fjallabyggðarhöfnum

Málsnúmer 1506100Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lagt fram yfirlit yfir orlofsdaga starfsmanna Fjallabyggðarhafna. Óskað er eftir áætlun frá yfirhafnarverði hvernig orlofsdagar verða kláraðir.

2.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer


Lagt fram
Hafnarstjóri fór yfir helstu upplýsingar varðandi endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði.
a) Kostnaður er áætlaður 436 mkr. þar af er hlutur Fjallabyggðar 120 mkr.
b) Framkvæmdatími. Endanlegum framkvæmdum er áætlað að vera lokið í ágúst 2017.
c) Aðrar upplýsingar:
Efnistök við dýpkun eru áætlaðir 52.000 m3. Þar af verða 25.000 m3 notaðir sem fylling á bak við þil.
Mismunur 27.000 m3 verða væntanlega notaðir til uppfyllingar á hafnarsvæðinu.

3.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Staðfest
Nú þegar hafa eftirtaldar bókanir borist vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2016.
a) Ocean Diamond - 8 skipti
b) National Geograpic Explorer - 2 skipti

Hafnarstjórn fagnar þessum bókunum.

4.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Hafnarstjóri leggur til að farþegagjöld vegna skemmtiferðaskipa á árinu 2016 verði 1 evra á farþega.

Hafnarstjórn samþykkir þessa gjaldtöku fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar við fjárhagáætlunargerð 2016.

Yfirhafnarverði falið að kanna hver kostnaður er við að koma upp posa á hafnarskrifstofu sem lið í því að efla innheimtu hafnargjalda vegna smærri báta.

5.Vargfugl við hafnir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507045Vakta málsnúmer

Staðfest
Aðgerðir eru í gangi til að halda vargfugli í skefjum.

6.Rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs

Málsnúmer 1508023Vakta málsnúmer

Samþykkt
Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur hefur verið fengin til að taka út starfsemi hafnarsjóðs.

7.Rekstraryfirlit janúar - júní 2015

Málsnúmer 1508024Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit hafnarsjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.
Niðurstaða fyrir tímabilið er jákvæð um 2.588.749 millj. umfram tímabilsáætlun eða 22%. Rauntölur -14.568.249 millj. Áætlun -11.979.500 millj.

8.Tryggingarmál hafna - minnisblað

Málsnúmer 1506071Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Minnisblað Hafnasambands Íslands um tryggingamál hafna lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1508021Vakta málsnúmer

Staðfest
Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Niðurstaða fundar bókuð í trúnaðarbók.

Fundi slitið.