Norðurtún 23 - Flóð frá varnargörðum við Bola

Málsnúmer 1508040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs þar sem farið er fram á þáttöku sjóðsins við lagfæringar vegna síendurtekinna flóða frá varnargörðum á lóðir og hús við Norðurtún, Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs vegna viðgerða á drenlögn norðan við snjóflóðagarðinn Stóra Bola.

Ofanflóðasjóður samþykkir 90% þátttöku í endurbótum.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út í lokuðu útboði ofangreindar endurbætur til Bás ehf, Smára ehf, Árna Helgasonar ehf, Magnúsar Þorgeirssonar og Sölva Sölvasonar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola voru opnuð föstudaginn 2. október 2015.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 1.432.000
Smári ehf. kr. 2.170.000
Kostnaðaráætlun var kr. 1.980.000

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar að samið verði við Bás ehf.