Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 1508050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Ráðherra menntamála fyrirhugar að blása til mikilla aðgerða til að bæta læsi íslenskra ungmenna, í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók menntamála.
Hluti af aðgerðunum er svokölluð þjóðarsátt um læsi þar sem ætlunin er að fá bæjar og sveitarstjóra allra sveitarstjórna á Íslandi til að undirrita þjóðarsátt um læsi. Ráðherra mun fyrir hönd ríkisstjórnar undirrita þjóðarsáttina og stefnt er að því að ráðherra fari hringferð um landið og undirriti sáttina í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins.
Stefnt er að því að ráðherra verði á Siglufirði 31. ágúst kl 16:30. Reiknað er með að athöfnin taki með öllu um það bil klukkutíma.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, Hugborgu I. Harðardóttur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, Hugborgu I. Harðardóttur.

Bæjarráð fagnar átakinu.