Greiðslur fyrir setu í skólaráði

Málsnúmer 1310064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29.10.2013

Í erindi skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar dagsett 18. október 2013, er þess óskað að skólaráðsfulltrúum sé greitt fyrir fundarsetu.
Skólaráð starfi samkvæmt lögum nr. 91 frá 12. júní 2008 og sé opinber stjórnsýslunefnd.


Bæjarráð felur bæjarstjóra afgeiðslu málsins að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Skólaráð er lögbundin nefnd, en telst ekki til stjórnsýslunefndar þar sem hún er ekki bær til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Upplýsingar liggja fyrir um að sveitarfélög eru almennt ekki að greiða foreldrum fyrir setu í skólaráði. Sveitarfélögum er það ekki skylt og kemur það fram í svari frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð telur þar með ekki ástæðu til að taka upp greiðslur fyrir setu í skólaráði og er bæjarstjóra falið að koma þeirri ákvörðun til skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Samþykkt samhljóða.