Starfsemi Olíuverslunar Íslands hf á Siglufirði

Málsnúmer 1402005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Einari Benediktssyni f.h. Olíuverslunar Íslands er varðar hugmyndir eða áform um að hanna fjölþætt útivistarsvæði og samhliða alhliða þjónustumiðstöð.

Olíuverslun Íslands hf. lýsir yfir áhuga á að koma að þessu spennandi verkefni og fá úthlutaðri lóð til slíkrar starfsemi.

Lagt fram til kynningar, enda er málið til frekari skoðunar, umræddar lóðir í skipulagsferli og síðan verður málið til frekari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.