Sjávardýragarður á Íslandi - Hafnargarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401059

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 30.01.2014

Grunnskóli, vinnuskóli, unglingamiðstöðin Neon og umsjónarmenn þeirra ásamt listamönnum í Fjallabyggð sækja um styrk að upphæð kr. 560.000.-, en ætlunin er að afhjúpa listaverkið  "sjávardýragarður - unnið með skapalónum af dýrum " á sjómannadaginn.

Umsækjendur óska einnig eftir samþykki hafnarstjórnar um að leyfa málun á hafnargarði í Ólafsfirði og koma síðan umræddum skapalónum af sjávardýrum fyrir á hafnargarðinum.

Hafnarstjórn samþykkir fram komna hugmynd og heimilar framkvæmdina. Hafnarstjórn telur eðlilegt að málið fái einnig umfjöllun í markaðs- og menningarnefnd. Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að styrkur frá hafnarstjórn verði tvöhundruð þúsund og vísar afgreiðslu styrkumsóknarinnar að öðru leyti til bæjarráðs til afgreiðslu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 03.02.2014

Lagt fram til umsagnar, erindi frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur, um hugmynd að samvinnuverkefni grunnskóla, vinnuskóla og listamanna í Ólafsfirði, þar sem hafnargarðurinn í Ólafsfirði yrði málaður og skapalón af sjávardýrum komið þar fyrir.
Ætlunin er að afhjúpa verkið á sjómannadaginn.

Markaðs- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og vísar styrkbeiðni til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur er varðar hugmyndir um "sjávardýragarð" í Ólafsfirði. Málið hefur verið rætt í hafnarstjórn og markaðs- og menningarnefnd.

Hafnarstjórn hefur samþykkt framlag að upphæð kr. 250.000.- og samþykkir bæjarráð kr. 310.000.- til viðbótar, til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Samþykkt, Egill sat hjá.