Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1402025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lagt fram bréf frá formanni smábátafélagsins Skalla, dags.10.02.2014, er varðar úthlutun Fiskistofu á byggðakvóta til útgerða í Fjallabyggð.

Fram koma einnig ábendingar í umræddu bréfi frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda frá því í október 2013.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur áherslu á að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 01.04.2014

Lagt fram bréf frá formanni Smábátafélagsins Skalla frá 26.02.2014. Þar kemur fram að óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði úthlutunarreglur fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 og geri hlut smábátaeigenda á Siglufirði meiri.

Bæjarráð vísar í fyrra svar þar sem fram kom að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fá formlegt svar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu, hvort breytingar á úthlutunarrelgum séu mögulegar eftir að frestur hefur runnið út.