Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1402015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.

Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og eru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17.03.2014

Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.
Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og voru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar í bæjarráði 19. febrúar s.l., sem lagði til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.