Bæjarráð Fjallabyggðar

899. fundur 20. nóvember 2025 kl. 08:00 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl og rammaáætlun fyrir árið 2026 með tillögum um breytingar á milli umræðna í bæjarstjórn.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra rammaáætlun í samræmi við þær breytingatillögur sem fram hafa komið og skila endanlegri tillögu til umræðu á næsta bæjarráðsfundi áður en fjárhagsáætlun 2026 fer til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2026

Málsnúmer 2511030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2026 fyrir tekjulága elli - og örorkulífeyrisþega. Tillagan tekur mið af þróun launavísitölu á milli ára.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði

Málsnúmer 2510002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá F-61 sf í verkefnið "Menningararfur varðveittur og miðlaður - kynning á síldaröskjum" en markmið með verkefninu er að auka sýnileika Fjallabyggðar sem menningar - og ferðamannastaðar á landsvísu og erlendis.
Synjað
Bæjarráð þakkar F-61 fyrir umsóknina. Bæjarráð getur ekki orðið við umsókninni en hvetur F-61 til þess að sækja um í uppbyggingarsjóð landshlutans, enda sé sá sjóður ætlaður fyrir verkefni sem þessi.

4.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði

Málsnúmer 2509115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Golfklúbbi Fjallabyggðar til róbótavæðingar á golfvellinum til þess að auðvelda og bæta umhirðu vallarins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ráð fyrir kaupum á slátturóbota á árinu 2026 í fyrirliggjandi fjárfestingatillögu og felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Golfklúbb Fjallabyggðar um hugsanlega samnýtingu.

5.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði

Málsnúmer 2509108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá TBS um afnot af íþróttahúsinu á Siglufirði í tengslum við Unglingamót TBS sem fram fer 3 og 4 október 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsókn TBS um frí afnot af íþróttahúsinu á Siglufirði á næsta ári í tengslum við Unglingamót TBS.

6.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði

Málsnúmer 2509112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar um styrk til uppsetningar á nýrri rotþró, ofaníburði í innkeyrslu og bílastæði við skógræktina.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð vísar til fyrri ákvarðana sinna og felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

7.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði

Málsnúmer 2509113Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Blakfélagi Fjallabyggðar um frí afnot af íþróttamannvirkjum í Fjallabyggð vegna viðburða og mótahalds árið 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsókn Blakfélags Fjallabyggðar um frí afnot af íþróttamannvirkjum í Fjallabyggð vegna viðburða og mótahalds árið 2026.

8.Styrkumsókn - Félag fósturforeldra

Málsnúmer 2509022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn Félag fósturforeldra vegna ársins 2026 að upphæð kr. 50.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Félagi fósturforeldra kr. 50.000 styrk vegna ársins 2026.

9.Styrkumsókn fyrir árið 2026 - Stígamót

Málsnúmer 2509008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn frá Stígamótum vegna ársins 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Stígamótum kr. 200.000 í rekstrarstyrk vegna ársins 2026.

10.Umsókn um styrk - félag eldri borgara í Fjallabyggð

Málsnúmer 2507003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn félaga eldri borgara í Fjallabyggð um styrk fyrir starfsárið 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita félögum eldri borgara í Fjallabyggð kr. 500.000 styrk á hvort félag fyrir árið 2026, samtals kr. 1.000.000.

11.Grunnskólinn á ábyrgð sveitarfélaga í nær 30 ár

Málsnúmer 2511019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur pistill aðalhagfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstur grunnskóla.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um þrjú mál til umsagnar frá nefnda - og greiningarsviði Alþingis en um er að ræða breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, verndar - og orkunýtingaáætlun og raforkulög og innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

13.Atvinnustefna Íslands - vaxtarplan til 2035

Málsnúmer 2511024Vakta málsnúmer

Drög að Atvinnustefnu Íslands liggja nú fyrir í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir því að SSNE sendi inn umsögn um stefnuna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

14.Haustþing SSNE 2025

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur þinggerð Haustþings SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

15.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 77.fundar stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

16.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá stöðufundi með framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir nefnda Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.