Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2026

Málsnúmer 2511030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 899. fundur - 20.11.2025

Fyrir liggur tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2026 fyrir tekjulága elli - og örorkulífeyrisþega. Tillagan tekur mið af þróun launavísitölu á milli ára.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.