Umsókn um styrk - félag eldri borgara í Fjallabyggð

Málsnúmer 2507003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 883. fundur - 10.07.2025

Fyrir liggur erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð þar sem óskað eftir styrk á sömu nótum og var fyrir árið 2025.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar félögunum fyrir þeirra starf og erindið og vísar umsókn um styrk til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 899. fundur - 20.11.2025

Fyrir liggur umsókn félaga eldri borgara í Fjallabyggð um styrk fyrir starfsárið 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita félögum eldri borgara í Fjallabyggð kr. 500.000 styrk á hvort félag fyrir árið 2026, samtals kr. 1.000.000.