Bæjarráð Fjallabyggðar

876. fundur 23. maí 2025 kl. 11:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skipulags- og framkvæmdasviði um hlutverk Fjallabyggðar og kostnað vegna fyrirhugaðs kirkjugarðs við Brimnes í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Vinnu við breytt aðal- og deiliskipulag er nú lokið og hefur skipulagið verið sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með sóknarnefnd og skipulags- og framkvæmdasviði Fjallabyggðar til þess að ákveða næstu skref. Skipulags- og framkvæmdasviði er jafnframt falið að vinna ferlið áfram og hefja innköllun á hluta lóðar vegna þessa.

2.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur eignaskrá og skuldir Leyningsáss ses en í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 15 maí s.l. hefur verið unnið að úrvinnslu útistandandi mála með það að markmiði að sjálfseignastofnuninni verði slitið.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið áfram í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir varðandi skuldir og eignir Leyningsáss og ganga frá staðfestingu við sjálfseignastofnun á yfirtöku hreinna eigna þegar félagið verður lagt niður.

3.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur starfslýsing og launasamningur við skrifstofustjóra.
Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi starfslýsingu og launasamning við skrifstofustjóra og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2505029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá sýslumanni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Sjómannafélag Ólafsfjarðar vegna sjómannadags.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við umsókn Sjómannafélagsins.

5.Umsagnarbeiðni gistileyfi - Jökul ehf

Málsnúmer 2505030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar frá Jökli ehf. vegna Aðalgötu 14 Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við umsókn Jökuls ehf.

6.Styrkumsókn vegna bókar - Hákarlaskip Norðlendinga

Málsnúmer 2505034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Hólum bókaútgáfu á 25 eintökum að upphæð kr. 200.000 á bók sr. Sigurðar Ægissonar um báta- og skipalíkan Njarðar S. Jóhannssonar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kaupum á eintökum af bókinni fyrir kr. 100.000

7.Framtíð Flugklasans

Málsnúmer 2408055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að áskorun frá sveitarfélögunum á Norðurlandi um aukna áherslu ríkisvaldsins á að koma að rekstri, fjárfestingu og markaðskynningu á Akureyrarflugvelli fyrir millilandaflug.
Samþykkt
Bæjarráð tekur undir áskorun um mikilvægi Akureyrarflugvallar og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að koma að rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar.

8.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2025

Málsnúmer 2505031Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að áform um lagabreytingar sem innviðaráðherra hyggst leggja fram á næsta haustþingi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 2025.

Málsnúmer 2503007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur þinggerð frá ársþingi SSNE
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2025

Málsnúmer 2505033Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. júní 2025 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi, Hótel Kea á Akureyri.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð ársþings UÍF og ársreikningur 2024

Málsnúmer 2505035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársþings UÍF og ársreikningur vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar UÍF fyrir upplýsingarnar og fagnar sterkri fjárhagslegri stöðu sem kemur starfi íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð til góða.

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnarbeiðnir frá nefnda - og greiningarsviði Alþingis.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 73.fundar SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð skipulags - og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:00.