Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Bæjarstjóri fór yfir og gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem hófust á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir yfirferðina og felur henni að kalla eftir gögnum og upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Fyrir liggja vinnuskjöl vegna funda viðræðuhóps um starfsemi Leyningsáss ses
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 258. fundur - 15.05.2025

Fyrir liggur erindi frá stjórn Leyningsáss ses þar sem stjórn Leyningsáss óskar eftir því við bæjarstjórn að hún taki yfir rekstur skíðasvæðis og golfvallar og með því allar skuldbindingar Leyningsáss ses.; óuppgerðan kostnað félagsins, samning við Sigló Ski & Golf Club um rekstur golfvallarins og allar eignir félagsins, lyftur, troðara og önnur tæki. Raungerist þetta yrði félaginu Leyningsás ses. þá slitið.
Samþykkt
Sveitarfélagið Fjallabyggð er skuldbundið skv. 18. gr. stofnsamþykka Leyningsáss ses., þ.e. að komi til slita félagsins þá skuli hrein eign sjálfseignarstofnunarinnar renna til sveitarfélagsins. Bæjarstjóra er því falið að vinna með stjórn félagsins að úrvinnslu útistandandi mála í samræmi við framlagt vinnuskjal stjórnar félagsins frá 13.05.2025 með það að markmiði að sjálfseignarstofnuninni verði slitið formlega eins fljótt og mögulegt er.

Samþykkt með 7 atkvæðum