Bæjarráð Fjallabyggðar

870. fundur 10. apríl 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Stöðufundur með sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2504024Vakta málsnúmer

Á fundinn er mættur Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs til þess að fara yfir komandi verkefni og framkvæmdir sumarsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fyrir góðar upplýsingar og leggur áherslu á að kjörnir fulltrúar verði upplýstir reglulega um framvindu fyrirhugaðra framkvæmda.

2.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2024

Málsnúmer 2504013Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni bæjarstjóra um heimild til að sækja um lán til Ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna fyrir árið 2024 að fjárhæð kr. 70.680.000.-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-mars 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,82% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2025

Málsnúmer 2503033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir mars 2025. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 136.457.742,- eða 108,89% af tímabilsáætlun 2025. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 5 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Starfsmannahandbók Fjallabyggðar

Málsnúmer 2504015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn í starfsmannahandbók Fjallabyggðar sem er hluti af mannauðsstefnu sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 27.mars s.l. Um er að ræða Velferðarstefnu, Stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og jafnréttisáætlun, ásamt nýrri viðverustefnu sem kemur í stað núgildandi viðverustefnu Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi Velferðarstefnu, Stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og jafnréttisáætlun og felur bæjarstjóra að birta í starfsmannahandbók á heimasíðu Fjallabyggðar. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi viðverustefnu og felur bæjarstjóra að kynna fyrir forstöðumönnum og starfsmönnum og fylgja því eftir.

6.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð 2025 og 2026

Málsnúmer 2504017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að útfærslu á rekstri og umsjón knattspyrnuvalla í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir áhugasömum aðilum vegna rekstrar og umhirðu knattspyrnuvalla í Fjallabyggð.

7.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2504021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að breytingum á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem samþykktar hafa verið á nefndaskipan.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndarskipan í nýju skipuriti.

8.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa á umsóknum um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Evanger ehf. um rekstur tjaldsvæða á Siglufirði og við Keyrum ehf. um rekstur tjaldsvæðis í Ólafsfirði. Drög að samningum við þessa aðila liggja jafnframt fyrir.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gerður verði samningur við Evanger ehf. um umsjón tjaldstæðisins á Siglufirði annars vegar og hins vegar við Keyrum ehf. vegna umsjónar tjaldstæðisins í Ólafsfirði og felur deildarstjóra að ganga frá undirritun.

9.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Hornbrekka

Málsnúmer 2504016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Hornbrekku á tímabundnu áfengisveitingaleyfi vegna kráarkvölds sem fyrirhugað er 10.apríl n.k.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

10.Varðveisla listaverkasafns

Málsnúmer 2504018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Síldarminjasafninu þar sem lýst er yfir áhuga á að sinna varðveislu og umsýslu við Listasafn Fjallabyggðar en í Salthúsi Síldarminjasafnsins hafa verið búnar góðar aðstæður til varðveislu á listmunum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Síldarminjasafninu ses. fyrir erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

11.Styrktarsjóður EBÍ 2025

Málsnúmer 2504012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem styrktarsjóður EBÍ er kynntur en tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum og fræðslu - og menningarmálum.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að kanna hvaða stofnanir gætu sótt í sjóðinn.

12.Lög um veiðigjöld 2025

Málsnúmer 2504003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnargögn frá stjórn Samtaka sjávarútvegsfélaga um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025

Málsnúmer 2501051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur auglýsing stjórnartíðinda um staðfestingu á reglum Fjallabyggðar um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025. Ekki var fallist á þá ósk Fjallabyggðar að landa mætti afla á markað en hins vegar er heimilt að vinna afla utan sveitarfélagsins sé honum landað í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna 14. stöðufundar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

Málsnúmer 2504019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) vegna kosninga í fulltrúaráð félagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að samkvæmt upplýsingum frá Mögnum hafi borist 5 umsóknir um starf sviðsstjóra Velferðarsviðs og 6 umsóknir um starf skrifstofustjóra. Mögnum er að vinna úr umsögnum og skipuleggja viðtöl við umsækjendur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjarfirði

Málsnúmer 2503045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fiskistofu þar sem fram kemur að Hafrannsóknarstofnun leggi til að netaveiði göngusilungs í sjó verði bönnuð í 5 ár á svæði suður af línu sem dregin yrði frá Siglunesi að Gjögurtá. Þar sem Fjallabyggð er eigandi sjávarjarða á svæðinu er sveitarfélaginu gefinn kostur á andmælum við þessum áformum.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áformin.

18.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar verndar - og orkunýtingaráætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fundargerð 151. fundar fræðslu- og frístundanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.