Varðveisla listaverkasafns

Málsnúmer 2504018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 870. fundur - 10.04.2025

Fyrir liggur erindi frá Síldarminjasafninu þar sem lýst er yfir áhuga á að sinna varðveislu og umsýslu við Listasafn Fjallabyggðar en í Salthúsi Síldarminjasafnsins hafa verið búnar góðar aðstæður til varðveislu á listmunum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Síldarminjasafninu ses. fyrir erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 872. fundur - 30.04.2025

Fyrir liggur tillaga um varðveislu og umsýslu með listaverkasafni Fjallabyggðar þar sem safninu yrði komið í varðveislu hjá Síldarminjasafninu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp drög að samningi við Síldarminjasafnið um varðveislu og umsýslu safnsins og leggja fyrir bæjarráð.