Bæjarráð Fjallabyggðar

825. fundur 26. mars 2024 kl. 10:00 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Á 824. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Hins Norðlenzka Styrjufjelags, sem hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um þörf eldisins á fersku, köldu vatni. Jafnframt var óskað eftir viðræðum um gjaldskrá fyrir félagið miðað við þessa vatnsnotkun.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá á næsta fundi bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
Tillaga bæjarstjóra lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að breyttri gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar.

2.Úttekt á akstursþjónustu og úrgangsmálum fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 2403059Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra um kaup á úttekt á akstursþjónustu Fjallabyggðar sem sett var á laggirnar haustið 2023 og úttekt á fyrirkomulagi flokkunarstöðva í Fjallabyggð og framtíðarsýn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fá ráðgjafa til verksins sbr. minnisblað bæjarstjóra.

3.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 19. mars í verkið "Siglufjörður Aðalgata, endurnýjun".
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. 75.706.167,-
Sölvi Sölvason 65.868.982,-
Kostnaðaráætlun 75.688.550,-

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar kr. 65.868.982,-. Bæjarráð leggur áherslu á að náið og gott samstarf verði haft við verslunar- og fasteignaeigendur meðan á framkvæmdinni stendur.

4.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfis

Málsnúmer 2403048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 18.03.2024. Beiðnin varðar umsókn Helenu Hansdóttur um leyfi til gistingar í flokki II við Sæbala, Kirkjuveg 19 á Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi.

5.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Hlíðarvegur 20

Málsnúmer 2403051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 18.03.2024. Beiðnin varðar umsókn Guðrúnar Elsu Gunnarsdóttur um leyfi til gistingar í flokki II á Hlíðarvegi 20 fyrir Gagginn Sigló apartments.
Samþykkt
Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi.

6.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Barðsmenn

Málsnúmer 2403052Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Barðsmanna ehf., kt. 560522-1180 um tímabundið áfengisleyfi vegna páskadagskrár í skíðasvæðinu Skarðsdal.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti veitingu tímabundins áfengisleyfis.
Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

7.Ósk um að loka götu tímabundið.

Málsnúmer 2403055Vakta málsnúmer

Segull 67 óskar þess að fá að loka Vetrarbraut laugardaginn 30. mars 2024, frá gistihúsinu Hvanneyri og norður að næstu gatnamótum. Til stendur að halda sleðakeppni fyrir unga sem aldna.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna lokun götunnar.

8.Veggmyndir og barnasmiðja.

Málsnúmer 2403068Vakta málsnúmer

Erindi frá Emmu Louise Sanderson þar sem hún óskar eftir að mála veggmyndir á tvo veggi innanhúss í stofnunum sveitarfélagsins. Um er að ræða verkefni sem fékk menningarstyrk í úthlutun markaðs- og menningarnefndar 2024.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti Emmu Louise Sanderson leyfi til þess að mála tvo inniveggi í stofnunum sveitarfélagsins, sbr. minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar.

9.Kjarasamningar 2024

Málsnúmer 2403031Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun, dags. 8. mars 2024, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem send var á allar sveitarstjórnir landsins. Í henni kemur fram að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi skrifað undir yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga. Yfirlýsingin var gerð til að greiða fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði með það að markmiði að ná niður vöxtum og verðbólgu.
Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að sveitarfélögin komi að því á samningstímanum, ásamt ríkinu, að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að útfærð verði leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Komi til þess mun ríkið greiða kostnaðarþátttöku sem gæti á landsvísu numið 4,0 milljörðum. Fram kemur að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga muni útfæra þetta og mun vinna við það fara af stað á næstu dögum og verða nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur. Þá er því beint til sveitarstjórna að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Miða skuli við að hækkun þessa árs verði ekki umfram 3,5%. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þeir eru mikilvægt framlag til að stöðugleika verði náð í hagkerfinu og sérstaklega í rekstri sveitarfélaga. Enn er eftir að semja um kjör við opinbera starfsmenn.
Fjallabyggð mun nú hefja endurskoðun á gjaldskrám sínum til samræmis við það samkomulag sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð.
Fjallabyggð mun ekki skorast undan þátttöku í gjaldfrjálsum skólamáltíðum en telur óljóst á núverandi tímapunkti hvernig ríkisvaldið hyggst koma að fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.


10.Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2403053Vakta málsnúmer

Umboðsmaður barna, embætti landlæknis, Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins og Vinnueftirlitið stóðu nýverið að málþingi í tilefni af alþjóðlegum degi heyrnar þann 3. mars. Á málþinginu var sjónum beint að hljóðvist í umhverfi barna og var sérstaklega rætt um hljóðvist í skólum. Litið var til hljóðmælinga sem Vinnueftirlitið hefur framkvæmt, sem sýna að bæta þarf hljóðvist í skólum, á öllum skólastigum. Einnig kom fram að ómtími í opnum rýmum, svo sem matsölum, íþróttasölum og stórum kennslurýmum er víðast hvar of langur, sem magnar hávaða og getur skaðað heyrn barna og starfsfólks. Þá sýna rannsóknir að kennarar upplifa hávaða sem algengasta álagsþáttinn í starfi sínu.

Af þessu tilefni vill umboðsmaður barna skora á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. Samkvæmt 24. gr. Barnasáttmálans, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 19/2013, eiga börn rétt á að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og að lifa í heilnæmu og öruggu umhverfi.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til fræðslu- og frístundanefndar.

11.Styrktarsjóður EBÍ 2024.

Málsnúmer 2403063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem aðildarsveitarfélög eru hvött til þess að sækja um styrk í sjóðinn fyrir 30. apríl nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Slökkviliðstjóra Fjallabyggðar falið að skoða hvort verkefni á vegum slökkviliðsins geti sótt í sjóðinn.

12.Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Málsnúmer 2403064Vakta málsnúmer

Nú hefur tekið til starfa starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem ætlað er að endurskoða frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun). Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson, hrl., formaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður.
Í tengslum við að starfshópurinn hefur hafið störf hefur áformaskjal um lagasetningu verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2312021Vakta málsnúmer

Fundargerðir 1.-5. fundar starfshóps lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Starfshópur um úrgangsmál í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2312023Vakta málsnúmer

Fundargerðir 1. og 2. fundar starfshóps lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2312022Vakta málsnúmer

Fundargerðir 1., 2. og 3. fundar starfshóps lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.