Bæjarráð Fjallabyggðar

816. fundur 12. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:12 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Tillaga að fundadagatali nefnda, stjórna og ráða á vegum Fjallabyggðar fyrir árið 2024 lagt fram til yfirferðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Vísað til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til desember 2023 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 131.888.618,- eða 105,15% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 25 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda frá janúar til desember 2023 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 102,2% af tímabilsáætlun.
Samþykkt
Lagt fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til desember 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Innviðir vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lögð fram innviðagreining á vatnsveitu Ólafsfjarðar sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Minnisblaðinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar og starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar.

6.Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2106029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir málefni lóðarinnar Bakkabyggðar 6 í Ólafsfirði. Lóðinni var úthlutað 8. júlí 2021 og hefur verulegur dráttur orðið á að uppfylla skilyrði til útgáfu byggingarleyfis. Samkvæmt 8. gr. lóðarleigusamnings, dags. 6. desember 2022 getur bæjarstjórn yfirtekið lóð hafi leigutaki ekki hafið byggingu á henni innan 12 mánaða frá undirritun lóðarleigusamnings.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Í samræmi við ákvæði 8. gr. lóðarleigusamnings og í ljósi eftirspurnar eftir lóðum á svæðinu, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki yfir lóðarréttindi Bakkabyggðar 6. Lóðin mun þá falla aftur í hendur Fjallabyggðar þann 7. júní 2024, 6 mánuðum eftir að lóðarhöfum varð kunnugt um fyrirhugaða yfirtöku lóðarréttinda.

7.Starfsemi Hornbrekku 2023

Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer

Á 37. fundi stjórnar Hornbrekku var deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð uppfært rekstraryfirlit Hornbrekku 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum með fjárhagsstöðu Hornbrekku og telur mikilvægt að brugðist verði við til þess að tryggja að ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar hjá stofnuninni. Mikilvægt er að tekjur stofnanna líkt og Hornbrekku, sem koma frá ríkisvaldinu, haldi í við verðlagsþróun og taki tillit til þjónustuþarfar á hverjum tíma. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins til ríkisvaldsins og þingmanna kjördæmisins.
Bæjarráð vekur athygli að á næstu dögum hefst mannauðsúttekt þar sem unnið verður markvisst að því með starfsfólki stofnunarinnar til þess að greina hvað hægt sé að gera t.d. til þess að sporna við háum fjarveru- og veikindakostnaði.

8.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024

Málsnúmer 2401016Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda snjókross keppni helgina 17-18. febrúar, innanbæjar í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð tekur vel í erindið en fer fram á að allir aðskotahlutir sem koma inn á svæðið vegna snjóflutninga verði fjarlægðir þegar snjóa leysir.

9.Frumvarp til laga um lagareldi.

Málsnúmer 2312049Vakta málsnúmer

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) vekur athygli sveitarstjórna á Norðurlandi eystra á frumvarpi til laga um lagareldi sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er komið inn á ýmsa þætti er snerta lagareld í sjó og á landi, þar á meðal ákvörðun um að friða Eyjafjörð og Öxarfjörð fyrir fiskeldi.
Ljóst er að sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa ólíka afstöðu til frumvarpsins og mun SSNE því ekki senda inn umsögn en í ljósi efnis frumvarpsins var talið rétt að vekja athygli sveitarstjórna landshlutans á því að það lægi nú fyrir til umsagnar. Umsagnarfrestur rennur út 10. janúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Viðbygging við VMA

Málsnúmer 2312050Vakta málsnúmer

Drög að samningi um fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri lagður fram. Unnið er að gerð frumathugunar Framkvæmdasýslu ríkisins - Ríkiseigna þar sem miðað er við að á lóð skólans verði byggð 1320 fm viðbygging. Hlutur Fjallabyggðar í framkvæmdinni er 2,974%.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar samningsdrögunum til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Nýr samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Mið-Norðurlandi lagður fram.
Samþykkt
Um er að ræða samhljóðandi samning og skrifað undir til eins árs þegar lögin tóku gildi. Bæjarstjóra veitt heimild til þess að undirrita samninginn sem nú mun gilda til næstu þriggja ára.

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.
Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 17. janúar nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölmiðlaskýrsla 2023

Málsnúmer 2401017Vakta málsnúmer

Fjölmiðlaskýrslur CreditInfo fyrir Fjallabyggð árin 2022 og 2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2024

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Upplýsingapóstur innviðaráðherra um afdrif frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga XXXIX

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til XXXIX. landsþings sambandsins.
Aðalmenn: S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista og Guðjón M. Ólafsson, A-lista.
Varamenn: Tómas Atli Einarsson, D-lista og Sæbjörg Ágústsdóttir, A-lista.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Landsþingið verður að þessu sinni haldið í Silfurbergi í Hörpu og hefst það kl. 10:00 að morgni fimmtudagsins 14. mars næstkomandi.

16.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:12.