Innviðir vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Lögð fram innviðagreining á vatnsveitu Ólafsfjarðar sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Minnisblaðinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar og starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Staða veitustofnanna í Fjallabyggð rædd í ljósi þeirra stöðu sem uppi hefur verið, sérstaklega í Ólafsfirði og að einverju leyti á Siglufirði. Veitustofnanir í Fjallabyggð virðast vera komnar að þolmörkum hvað varðar afhendingaröryggi og því mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman stöðuyfirlit yfir núverandi afkastagetu og stækkunarmöguleika veitna á vegum veitustofnanna í Fjallabyggð og leggja fyrir starfshóp um fjárfestingar og viðhald. Nú þegar liggur fyrir minnisblað um stöðugreiningu og stækkunarmöguleika vatnsveitunnar í Ólafsfirði og því eðlilegt næsta skref að framkvæma álíka greiningu fyrir aðrar veitur í sveitarfélaginu.

Ljóst er að núverandi ástand er komið að þolmörkum og takmarkar mjög möguleika sveitarfélagsins og atvinnulífsins í því til framþróunar og vaxtar.

Í ljósi ástands hitaveitunnar í Ólafsfirði þá hyggjast bæjarstjóri og bæjarráð halda fund með forsvarsmönnum Norðurorku í næstu viku til þess að fara yfir ástandið, mögulegt viðbragð og framtíðaráætlanir fyrirtækisins.