Frumvarp til laga um lagareldi.

Málsnúmer 2312049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) vekur athygli sveitarstjórna á Norðurlandi eystra á frumvarpi til laga um lagareldi sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er komið inn á ýmsa þætti er snerta lagareld í sjó og á landi, þar á meðal ákvörðun um að friða Eyjafjörð og Öxarfjörð fyrir fiskeldi.
Ljóst er að sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa ólíka afstöðu til frumvarpsins og mun SSNE því ekki senda inn umsögn en í ljósi efnis frumvarpsins var talið rétt að vekja athygli sveitarstjórna landshlutans á því að það lægi nú fyrir til umsagnar. Umsagnarfrestur rennur út 10. janúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.