Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024

Málsnúmer 2401016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Erindi hefur borist frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda snjókross keppni helgina 17-18. febrúar, innanbæjar í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð tekur vel í erindið en fer fram á að allir aðskotahlutir sem koma inn á svæðið vegna snjóflutninga verði fjarlægðir þegar snjóa leysir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Lagt er fram erindi Kaffi Klöru ehf. sem óska eftir heimild til afnota á litlu kofunum hjá Fjallabyggð til þess að vera með veitingasölu á snjókross mótinu sem haldið verður á Ólafsfirði þann 17. febrúar næstkomandi.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti notkun á kofunum í samræmi við reglur Fjallabyggðar. Þá heimilar bæjarráð einnig fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu kofanna.