Starfsemi Hornbrekku 2023

Málsnúmer 2305020

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 36. fundur - 09.05.2023

Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar. Undir þessum lið veður einnig farið yfir væntnlega stjórnsýslubreytingar á stjórn Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar, starfsmannamál og innra starf. Búið er að ráða í sumarafleysingar. Innleiðingaferli Eden er hafið. Að innleiðingarferli loknu mun Hornbrekka sækja um skráningu og vottun sem Eden heimili.
Öll pláss full nýtt og biðlisti eftir fastri dvöl.

Undir þessum lið fundargerðar gerði Bragi Freyr Kristbjörnsson, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar grein fyrir undirbúningsvinnu varðandi endurskoðun og uppfærslu á Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar nr. 138/2018 með síðari breytingum. Stefnt er að því að skilgreina hlutverk og stöðu stjórnar Hornbrekku í samþykktunum, og jafnframt hvers konar erindisbréf verður lagt til grundvallar. Stjórnin samþykkir að fela formanni stjórnar Hornbrekku, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar og deildarstjóra félagsmáladeildar að vinna að tillögu um málið.

Stjórn Hornbrekku - 37. fundur - 06.11.2023

Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir innra starfi Hornbrekku. Í október síðastliðnum var haldin sameiginleg samkoma heimilisfólks og Félags eldri borgara í Ólafsfirði (krákarkvöld) og heppnaðist einstaklega vel. Hjúkrunarforstjóri upplýsti að breytt fyrirkomulag dagþjónustu með flutningi starfseminnar úr Húsi eldri borgara í Hornbrekku hefur farið vel af stað. Innleiðing Eden stefnunnar gengur samkvæmt áætlun. Næsta innleiðingarnámskeið verður haldið eftir áramót.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Á 37. fundi stjórnar Hornbrekku var deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð uppfært rekstraryfirlit Hornbrekku 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum með fjárhagsstöðu Hornbrekku og telur mikilvægt að brugðist verði við til þess að tryggja að ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar hjá stofnuninni. Mikilvægt er að tekjur stofnanna líkt og Hornbrekku, sem koma frá ríkisvaldinu, haldi í við verðlagsþróun og taki tillit til þjónustuþarfar á hverjum tíma. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins til ríkisvaldsins og þingmanna kjördæmisins.
Bæjarráð vekur athygli að á næstu dögum hefst mannauðsúttekt þar sem unnið verður markvisst að því með starfsfólki stofnunarinnar til þess að greina hvað hægt sé að gera t.d. til þess að sporna við háum fjarveru- og veikindakostnaði.