Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2024

Málsnúmer 2401027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Upplýsingapóstur innviðaráðherra um afdrif frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Innviðaráðuneytið er með til skoðunar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga hvort tilefni sé til að leggja til breytingar á lögum þar sem fjallað yrði um gjöld sem sveitarfélög innheimta nú á einkaréttarlegum grundvelli vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana, sbr. tillögur starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði frá 19. maí 2022.
Með lagasetningu yrði þá m.a. stefnt að samræmingu og auknu gegnsæi varðandi gjaldtöku vegna innviðauppbyggingar samhliða húsnæðisuppbyggingu.
Til að hægt sé að leggja mat á áhrif mögulegra lagabreytinga af þessu tilefni er þörf á upplýsingum um hvernig álagning og innheimta gjalda er háttað hjá hverju sveitarfélagi. Af því tilefni óskar ráðuneytið vinsamlegast eftir að sveitarfélagið taki saman og sendi ráðuneytinu upplýsingar og/eða sjónarmið sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 01.03.2024

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila og eru því öll hvött til að kynna sér drögin og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina.

Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar stefnumótuninni en telur jafnframt mikilvægt að skilgreint verði vel hvert hlutverk svæðisborgar verði og vöxtur og viðgangur hennar verði ekki á kostnað opinberrar þjónustu á aðliggjandi svæðum.