Bæjarráð Fjallabyggðar

776. fundur 24. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundarins bar formaður bæjarráðs upp tillögu um dagskrárbreytingu, á þann veg að fresta afgreiðslu 10. dagskrárliðar. Samþykkt með 3 greiddum atkvæðum.

1.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar sat á fundinum undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirlit um stöðu framkvæmda 2022. Bæjarráð óskar eftir lokauppgjöri og greinargerð á fjárfestingaáætlun á þarnæsta fundi bæjarráðs.

2.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Icelandic Eider ehf. um dúntekju á Leirutanga á Siglufirði. Ástæða þessa er sú að í ljós hefur komið að misræmi er á milli samningsins og annarra samninga vegna dúntekju sem Fjallabyggð hefur fengið verktaka til að vinna fyrir sína hönd. Með viðauka þessum er leitast við að samræma samningana og gera þá þannig úr garði að jafnræðis sé gætt á milli allra aðila.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsviðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann f.h. Fjallabyggðar.

3.Viðhald og bætt íþróttaaðstaða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210047Vakta málsnúmer

Á 764. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar um viðhald og bætta íþróttaaðstöðu í Fjallabyggð. Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um þau verkefni og framkvæmdir sem gerð hafa verið í Fjallabyggð til að viðhalda og bæta íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við hann um fyrirspurn hans.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina og hvetur til þess að innihald hennar verði kynnt samráðshópi um framtíðarfyrirkomulag- og uppbyggingu íþróttamannvirkja þegar hann hefur störf.

4.Frisbígolf í Fjallabyggð

Málsnúmer 2006005Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar er varðar frisbígolfvöll í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð leggur til að uppbygging frisbígolfvallar fyrir Fjallabyggð verði á svæðinu kringum tjaldstæðið og íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. Deildarstjóra tæknideildar falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð endanlega kostnaðaráætlun vegna verksins.

5.Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2301021Vakta málsnúmer

Á 775. fundi bæjarráðs þann 9. janúar 2023 óskaði bæjarráð eftir að deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála tæki saman greinargerð um ástand keppnisbúnaðar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar ásamt kostnaðarmati og tillögu að úrbótum. Þá óskaði bæjarráð jafnframt eftir greinargerð og tillögum um hvernig bæta skuli aðgengi.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina og felur henni að vinna að uppfærslu tækja í samræmi við atriði minnisblaðsins. Í erindi Blakfélags Fjallabyggðar var áréttað að fyrir dyrum stendur hið svokallaða „Siglómót“ og m.v. minnisblaðið ætti að vera hægt að koma til móts við ábendingar blakfélagsins.

6.Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa um afhendingu umhverfisverðlauna Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur undir tilnefningu bæjarstjóra um verðlaunahafa og felur henni að veita verðlaunin samhliða því sem styrkir til menningarmála eru afhentir.

7.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um með hvaða hætti framkvæmanlegt er að færa skólastarf nemenda í 5. bekk í starfsstöð grunnskólans í Ólafsfirði frá og með næsta skólaári.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina. Bæjarráð felur deildarstjóra að vinna málið áfram og þegar endanleg útfærsla á sameiningu miðstigsins í Ólafsfirði liggur fyrir að halda bæði kynningarfund með starfsfólki og foreldrum þeirra barna sem um ræðir.

8.Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum

Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer

Á 774. fundi bæjarráðs, þann 3. janúar 2023, fól bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að skoða hvort útfærsla á fullri vinnustyttingu leikskólakennara geti verið með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu leikskólans.
Lögð er fram greinargerð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.HR Monitor starfsánægjukannanir

Málsnúmer 2301051Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um innleiðingu starfsánægjukannana ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að hefja innleiðingu starfsánægjukannana. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2023 við fjárhagsáætlun 2023. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 21600-4341 (Starfsmannakostnaður - þjónustusamningar) auknar um kr. 975.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2301045Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

11.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Lögð fram ný útfærsla á viðbyggingu við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram með útfærslu „G2“ eins og hún kemur fram í greinargerðinni.

12.Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2023

Málsnúmer 2301033Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins í Skeggjabrekkudal rennur út 31. janúar nk. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála óskar eftir heimild til að endurnýja samning við Golfklúbb Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að ganga til viðræðna við félagið. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir er bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Fyrir liggur að skipa á í samráðshóp um framtíðarfyrirkomulag- og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjallabyggð. Samráðshópurinn þarf m.a. að taka afstöðu til samningsfyrirkomulags um rekstur íþróttamannvirkja til framtíðar.

13.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2301024Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur um rekstur knattspyrnusvæða í Fjallabyggð rann út 31. desember sl. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála óskar eftir heimild til að endurnýja samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að ganga til viðræðna við félagið. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir er bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Fyrir liggur að skipa á í samráðshóp um framtíðarfyrirkomulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjallabyggð. Samráðshópurinn þarf m.a. að taka afstöðu til samningsfyrirkomulags um rekstur íþróttamannvirkja til framtíðar.

14.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2023

Málsnúmer 2211123Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl rann út 31. desember sl. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála óskar eftir heimild til að endurnýja samning við Skíðafélag Ólafsfjarðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að ganga til viðræðna við félagið. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir er bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Fyrir liggur að skipa á í samráðshóp um framtíðarfyrirkomulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjallabyggð. Samráðshópurinn þarf m.a. að taka afstöðu til samningsfyrirkomulags um rekstur íþróttamannvirkja til framtíðar.

15.Uppbygging seiða- og matfiskaeldis á landi á Ólafsfirði

Málsnúmer 2301050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Laxós ehf. til bæjarstjóra og bæjarstjórnar Fjallabyggðar varðandi áætlanir Laxós ehf. um áfangaskipta uppbyggingu á fiskeldisfjárfestingu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

16.Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót á Ólafsfirði

Málsnúmer 2301049Vakta málsnúmer

Erindi frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda vélsleðakeppni í Ólafsfirði helgina 18.-19. febrúar næstkomandi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar og óskar þeim velfarnaðar við mótshaldið.

17.Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 2208069Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.