Viðhald og bætt íþróttaaðstaða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25.10.2022

Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar um viðhald og bætta íþróttaaðstöðu í Fjallabyggð. Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um þau verkefni og framkvæmdir sem gerð hafa verið í Fjallabyggð til að viðhalda og bæta íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar Óskari Þórðarsyni fyrir erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við hann um fyrirspurn hans.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Á 764. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar um viðhald og bætta íþróttaaðstöðu í Fjallabyggð. Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um þau verkefni og framkvæmdir sem gerð hafa verið í Fjallabyggð til að viðhalda og bæta íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við hann um fyrirspurn hans.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina og hvetur til þess að innihald hennar verði kynnt samráðshópi um framtíðarfyrirkomulag- og uppbyggingu íþróttamannvirkja þegar hann hefur störf.