Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum

Málsnúmer 2209027

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 05.12.2022

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara er að finna viðauka um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Markmið þess og þeirrar vinnu sem þar er mælt fyrir um er að nýta þau tækifæri sem felast í betri vinnutíma til að ná fullri styttingu vinnutímans á gildistíma kjarasamningsins án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Í bréfinu kynnir einnig stýrihópurinn útreikninga á álagsstuðli milli dvalartíma nemenda og vinnutíma starfsfólks.
Lagt fram til kynningar
Bréf stýrihópsins lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 03.01.2023

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara er að finna viðauka um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Markmið þess er að nýta þau tækifæri sem felast í betri vinnutíma til að ná fullri styttingu vinnutímans á gildistíma kjarasamningsins án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Í bréfinu kynnir einnig stýrihópurinn útreikninga á álagsstuðli milli dvalartíma nemenda og vinnutíma starfsfólks.
Fyrir liggur einnig greinargerð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og leikskólastjóra þar sem álagsstuðull er reiknaður út frá gildandi forsendum og hugmyndir að leiðum til að uppfylla fulla vinnustyttingu leikskólakennara.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildastjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra leikskólans að gera tillögur að útfærslu á fullri styttingu vinnutíma. Skoðað verði hvort útfærslan geti verið með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 09.01.2023

Farið yfir stöðuna á málinu með fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir erindi stýrihóps um betri vinnutíma hjá Félagi leikskólakennara. Erindið varðar styttingu vinnutíma stéttarinnar og með hvaða móti hægt verður að koma á fullri vinnustyttingu fyrir lok gildistíma kjarasamnings sem er 31. mars 2023. Deildarstjóri fór yfir þá vinnu sem sett hefur verið í málið og stöðu þess. Bæjarráð hefur falið deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að gera tillögur að útfærslu á fullri styttingu vinnutíma með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu.
Staða málsins lögð fram til kynningar fyrir nefndina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Á 774. fundi bæjarráðs, þann 3. janúar 2023, fól bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að skoða hvort útfærsla á fullri vinnustyttingu leikskólakennara geti verið með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu leikskólans.
Lögð er fram greinargerð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.