Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar vegna slæms aðbúnaðar í íþróttahúsi.

Málsnúmer 2301021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 10.01.2023

Lagt fram erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar um aðbúnað félagsins í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið fundarins.
Bæjarráð þakkar BF fyrir erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs greinargerð um ástand keppnisbúnaðar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar ásamt kostnaðarmati og tillögu að úrbótum. Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir greinargerð og tillögum um hvernig bæta skuli aðgengi. Óskað er eftir því að tillögurnar verði lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Á 775. fundi bæjarráðs þann 9. janúar 2023 óskaði bæjarráð eftir að deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála tæki saman greinargerð um ástand keppnisbúnaðar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar ásamt kostnaðarmati og tillögu að úrbótum. Þá óskaði bæjarráð jafnframt eftir greinargerð og tillögum um hvernig bæta skuli aðgengi.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina og felur henni að vinna að uppfærslu tækja í samræmi við atriði minnisblaðsins. Í erindi Blakfélags Fjallabyggðar var áréttað að fyrir dyrum stendur hið svokallaða „Siglómót“ og m.v. minnisblaðið ætti að vera hægt að koma til móts við ábendingar blakfélagsins.