Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2023

Málsnúmer 2211123

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl rann út 31. desember sl. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála óskar eftir heimild til að endurnýja samning við Skíðafélag Ólafsfjarðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að ganga til viðræðna við félagið. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir er bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Fyrir liggur að skipa á í samráðshóp um framtíðarfyrirkomulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjallabyggð. Samráðshópurinn þarf m.a. að taka afstöðu til samningsfyrirkomulags um rekstur íþróttamannvirkja til framtíðar.