Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 702. fundur - 01.07.2021

Lögð eru fram gögn er varða hlunnindanýtingu, þ.e. dúntekju, í bæjarlandinu á Siglufirði. Um er að ræða yfirlitsmynd með svæðum ásamt lista yfir aðila sem teljast vera með munnlega eða skriflega heimild bæjarfélagsins fyrir dúntekju á skilgreindum svæðum innan bæjarlandsins. Einnig eru lögð fram afrit af tveimur samkomulögum, gerðum 1990 og 1991, um svæði sunnan tjarnar við Flatir og að síðustu er lögð fram heimild til að sinna og hlúa að fuglalífi á Granda austan fjarðar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að segja upp samningum, munnlegum sem og skriflegum, um nýtingu hlunninda á svæðum 1 til 4 frá og með komandi hausti. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra að bjóða hlutaðeigandi aðilum að gera samninga við sveitarfélagið á sambærilegum forsendum og hugmyndafræði sem núverandi samningur vegna svæðis 5 byggir á. Ef ekki er vilji til samninga hjá þeim er nú nytja svæðin skal bjóða þeim sem nú nýtir svæði 5 að gera viðaukasamninga um laus svæði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lögð fram drög að samningi um dúntekju á varpsvæðum 1 til 4 í bæjarlandi Siglufjarðar ásamt skýringum, samningsdrögin eru samin af Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni sem allir óskuðu eftir að nýta áfram svæði sem þeir hafa verið með í nýtingu. Einnig lagði bæjarstjóri fram og fór yfir gögn er varða samskipti og viðræður sem hafa átt sér stað milli sveitarfélagsins og framangreindra aðila.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakka framlögð drög að samningi um dúntekju en telur þau ekki samrýmanleg ákvörðun ráðsins á 702. fundi þess. Bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi og leggja niðurstöður þeirra viðræðna fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Bæjarstjóri lagði fram vinnuskjal og fór yfir viðræður sem hann hefur átt við áhugasama aðila um nýtingu æðardúnshlunninda á tilgreindum svæðum í bæjarlandi Siglufjarðar. Um er að ræða aðila sem hafa í mörg ár nýtt svæði merkt 1 til 4 til dúntekju.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja við umrædda aðila á forsendum sem fram eru settar í vinnuskjali bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Icelandic Eider ehf. um dúntekju á Leirutanga á Siglufirði. Ástæða þessa er sú að í ljós hefur komið að misræmi er á milli samningsins og annarra samninga vegna dúntekju sem Fjallabyggð hefur fengið verktaka til að vinna fyrir sína hönd. Með viðauka þessum er leitast við að samræma samningana og gera þá þannig úr garði að jafnræðis sé gætt á milli allra aðila.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsviðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann f.h. Fjallabyggðar.