Bæjarráð Fjallabyggðar

773. fundur 20. desember 2022 kl. 08:15 - 08:51 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 2212037Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk.
Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga hækki um 0,22% stig gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Fjárhæðin sem flyst frá ríki til sveitarfélaga með þessu nemur um 5 m.kr. á næsta ári. Viðeigandi lagabreytingar verða samþykktar á Alþingi og allar sveitarstjórnir þurfa að samþykkja 0,22% stiga hækkun útsvars fyrir áramót, svo samkomulagið raungerist.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

2.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt verklagsreglum og vinnuskjali. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa er varðar endurskoðunarákvæði og hlutverk valnefndar varðandi kjör.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

3.Umsagnarbeiðni - rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 2212012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 7. desember 2022. Umsögnin varðar umsókn Kjarabakka ehf. vegna Túngötu 40 á Siglufirði um leyfi til reksturs gististaða, flokkur II-G Íbúðir.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um rekstrarleyfi gistingar á Túngötu 40.

4.Tilfærsla Vinnuskóla Fjallabyggðar milli málaflokka

Málsnúmer 2212030Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi yfirfærslu reksturs vinnuskólans til Þjónustumiðstöðvar þannig að vinnuskólinn og fjárheimildir til reksturs hans, sem heyrir undir málaflokk 06 muni í framtíðinni heyra undir málaflokk 11.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um færslu málaflokksins.

5.Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4

Málsnúmer 2202077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi framkvæmdastjóra N4 þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um að efla fjölmiðlun frá landshlutanum með þátttöku í áhersluverkefni til næstu þriggja ára.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar N4 fyrir erindið og þakkar gott boð. Fjallabyggð er sem stendur í verkefni við N4 og hyggst klára það verkefni áður en farið verður í frekari verkefni. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.

6.Styrkumsóknir 2023 - 40. ára saga Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2211062Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni Sjómannafélags Ólafsfjarðar, þar sem óskað er stuðnings við útgáfu bókar um sögu félagsins og sjómennsku Ólafsfirðinga.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 150.000,- á árinu 2022. Styrkurinn færist á mfl./deild 05810-9291.

7.Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi til umsagnar

Málsnúmer 2212032Vakta málsnúmer

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 2. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022 - 2023

Málsnúmer 2212033Vakta málsnúmer

Leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði (sérreglur) vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða hagsmunaaðila til opins samráðsfundar, þar sem aðilum yrði gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Fundurinn yrði að vera í fyrstu viku janúar 2023.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Fundargerðir 119. fundar fræðslu- og frístundanefndar og 34. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Nefndin sendir einnig til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál.
Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 10. janúar 2023.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:51.