Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4

Málsnúmer 2202077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar f.h. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE) dags. 24. febrúar 2022, er varðar samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í erindinu er vísað til tölvupósts sem María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 sendi 11 af 12 sveitarfélögum innan SSNE 17. desember 2021.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og felur bæjarstjóra að óska upplýsinga frá SSNE varðandi fyrirhugað samstarf og útfærslu þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 733. fundur - 10.03.2022

Lögð fram drög að samningi SSNE f.h. 12 sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna og N4 ehf. er varðar verkefni sem hefur það að markmiði að efna til almennrar umfjöllunar og vekja athygli á landsfjórðungnum á breiðum grunni. Samkvæmt yfirliti sem fylgdi áður framlögðu erindi SSNE þá er kostnaðarhlutur Fjallabyggðar vegna verkefnisins kr. 450.666 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lögð fram drög að samningi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) f.h. sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna og N4 ehf. er varðar verkefni sem hefur það að markmiði að efna til almennrar umfjöllunar og vekja athygli á landsfjórðungnum.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð ítrekar bókun 733. fundar bæjarráðs frá 10. mars 2022, og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20.12.2022

Lagt fram erindi framkvæmdastjóra N4 þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um að efla fjölmiðlun frá landshlutanum með þátttöku í áhersluverkefni til næstu þriggja ára.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar N4 fyrir erindið og þakkar gott boð. Fjallabyggð er sem stendur í verkefni við N4 og hyggst klára það verkefni áður en farið verður í frekari verkefni. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.