Styrkumsóknir 2023 - 40. ára saga Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2211062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20.12.2022

Lögð fram styrkbeiðni Sjómannafélags Ólafsfjarðar, þar sem óskað er stuðnings við útgáfu bókar um sögu félagsins og sjómennsku Ólafsfirðinga.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 150.000,- á árinu 2022. Styrkurinn færist á mfl./deild 05810-9291.