Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022 - 2023

Málsnúmer 2212033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20.12.2022

Leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði (sérreglur) vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða hagsmunaaðila til opins samráðsfundar, þar sem aðilum yrði gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Fundurinn yrði að vera í fyrstu viku janúar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 10.01.2023

Lagðar fram athugasemdir hagsmunaaðila vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023 sem bárust í kjölfar samráðsfundar sem haldinn var í Tjarnarborg.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar afgreiðslu sérreglna fyrir Fjallabyggð um úthlutun byggðakvóta til bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 798. fundur - 28.07.2023

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum og sent formlegt erindi til Matvælaráðuneytisins um að sérreglur um byggðkvóta í Fjallabyggð verði aðlagaðar með þeim hætti að tryggt verði að byggðakvóti núverandi fiskveiðiárs verði fullnýttur.