Bæjarráð Fjallabyggðar

723. fundur 09. desember 2021 kl. 08:00 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Frágangur á svæði vestan við Óskarsbryggju

Málsnúmer 2111053Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 22. nóvember 2021, unnið að ósk bæjarstjórnar í framhaldi bókunar hafnarstjórnar á 123. fundi hennar. Í minnisblaðinu er farið yfir umhverfisúrbætur á svæðinu vestan við Óskarsbryggju, úrbætur felast í jöfnun svæðisins, fegrun, mótunar malargatna og annarra úrbóta.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að láta vinna verkið í samræmi við framlagt minnisblað.

2.Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.

Málsnúmer 2106016Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 4. nóvember 2021, umsögnin er unnin í framhaldi af beiðni bæjarráðs frá 699. fundi ráðsins. Í umsögninni leggur deildarstjóri til að farið verði í breytingu á gildandi deiliskipulagi með þeim hætti að útvíkka mörk þess til austurs þ.e. að mörkum hafnarsvæðis. Einnig er lagt til að inn á stækkað deiliskipulagssvæði verði sett gata sem hljóti nafnið Óskarsgata og verði hún m.a. aðkoma að lóð Primex.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur honum að hefja vinnu við breytingu deiliskipulags.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til nóvember. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.130.735.390.- eða 101,56% af tímabilsáætlun 2021.
Lagt fram

4.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað vegna janúar til nóvembers 2021.
Lagt fram

5.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2109067Vakta málsnúmer

Fram er lögð umsögn Markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi, 2. desember 2021, vegna beiðni Síldarminjasafns Íslands ses. um endurnýjun rekstrarsamnings.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagða umsögn og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2022.

6.Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer

Fram eru lagðar umsagnir markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi, 2. desember 2021, vegna umsókna um styrki til hátíðarhalda 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2022.

7.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.

Málsnúmer 2110078Vakta málsnúmer

Fram eru lagðar umsagnir markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi, 2.desember 2021, vegna umsókna um styrki til hátíðarhalda 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2022.

8.Fjárhagsáætlun 2022 - Seinni umræða

Málsnúmer 2109058Vakta málsnúmer

Fram eru lögð drög að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna 2023 til 2025, einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hvar tilgreindar eru leiðréttingar og smávægilegar breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til seinni umræðu í bæjarstjórn, einnig þakkar bæjarráð starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða og góða vinnu við gerð framlagðrar fjárhagsáætlunar.

9.Regus skrifstofusetur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111046Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Tómas Hilmar Ragnarz og Erna Guðjónsdóttir og fóru yfir áform félagsins um opnun skrifstofuseturs á Siglufirði. Um er að ræða tíu skrifstofurými sem gætu þjónað um 30 starfsmönnum og aðstöðu fyrir 20 opin vinnurými ásamt fundarrými og kaffiaðstöðu. Ætlunin er að bjóða upp á sömu þjónustu og gæði og gert er í Reykjavík og á öðrum stöðum sem Regus er með starfsemi á, en félagið rekur yfir 4.000 skrifstofusetur í 127 löndum, 900 borgum og 850 flugvöllum og er með yfir sjö milljón notendur um allan heim.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar greinagóða og fróðlega yfirferð og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið enda er að mati ráðsins um mikið framfaramál að ræða og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

10.Erindi varðandi byggingarreit á gamla íþróttavellinum

Málsnúmer 2111059Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Ingvars Á Guðmundssonar, Rögnvaldar Þórðarsonar og Guðfinnu Ingimarsdóttur f.h. Félags eldri borgara á Siglufirði dags. 21. nóvember 2021. Í erindinu óska bréfritarar eftir því, f.h. félagsins, að Fjallabyggð hefji formlegt ferli með það að markmiði að skilgreina byggingarreit á gamla malarvellinum við Túngötu með það að markmiði að reisa megi á svæðinu umtalsverðan fjölda íbúða fyrir 60 ára og eldri.
Um leið og bæjarráð þakkar innsent erindi þá vill ráðið benda á að á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag og að í gangi er vinna hjá sveitarfélaginu sem m.a. hefur það að markmiði að koma til móts við þau sjónarmið sem fram eru sett í erindinu. Sem dæmi um þá vinnu þá hefur sveitarfélagið átt í viðræðum við Bríeti leigufélag varðandi að félagið komi að málum með það að markmiði að örva nýbyggingarmarkaðinn í Fjallabyggð. Ein afurð þeirra viðræðna er að leigufélagið hefur nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum til að koma að byggingarverkefnum í tíu sveitarfélögum á landsbyggðinni, Fjallabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga. Einnig er í gangi vinna hjá sveitarfélaginu við að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, stór hluti þeirrar vinnu er að greina húsnæðisþörf til framtíðar m.a. með það að markmiði að koma til móts við þarfir eldri íbúa í Fjallabyggð.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109089Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

12.Útsvarshlutfall sveitarfélaga fyrir árið 2022

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 1.desember 2021, í erindinu er minnt á að ákvörðun um útsvarsprósentu komandi árs skulu tilkynna til Fjármála- og efnhagasráðuneytisins eigi síðar en 15. desember nk. sbr. 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að senda umbeðnar upplýsingar til ráðuneytisins.

13.Björgunarkostnaður

Málsnúmer 2112003Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar svar Náttúruhamfaratryggingar Íslands og önnur gögn er varða samskipti vegna kostnaðar sveitarfélagsins við björgunar- og skaðaminnkandi aðgerða sem slökkvilið Fjallabyggðar vann að flóðadagana 3. og 4. október 2021.
Lagt fram

14.Umboð til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2112014Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni um umboð til handa Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 29. nóvember 2021, einnig eru lögð fram drög að umboði.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

15.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2021 er varðar breytt skipulag barnaverndar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar deildarstjóra félagsmáladeildar um efni erindisins sem og yfirliti yfir stöðu vinnu sem í gangi er vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi barnaverndar.

16.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar 22. tbl. fréttabréfs SSNE
Lagt fram

17.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.

Málsnúmer 2112015Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2021 er varðar uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman yfirlit yfir fyrirhugaðar breytingar og mat á því hvaða áhrif þær hafa á fyrirhugað útboð sveitarfélagsins á söfnun úrgangs í sveitarfélaginu.

18.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 26. nóvember 2021.
Lagt fram

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir nefnda og ráða.

82. fundur Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 2.desember sl.
106. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 6. desember sl.
30. fundur Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 7.desember sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:30.