Erindi til bæjarráðs - Sorphirðugjald

Málsnúmer 2109089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 713. fundur - 07.10.2021

Lagt fram erindi Guðbrands Jónassonar, dags. 29. september 2021, eiganda að Þormóðsgötu 34. Guðbrandur óskar eftir að sorptunnur verði fjarlægðar og að sorphirðugjald verði undanskilið í næstu álagningu þar sem húsið stendur autt.
Synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lagður er fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. mars 2022 vegna máls nr. 164/2021 er varðar kæru vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 13. október 2021 um að synja beiðni um niðurfellingu sorphirðugjalds vegna Þormóðsgötu 34, Fjallabyggð. Í úrskurðinum er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 13. október 2021 um að synja beiðni hans um niðurfellingu sorphirðugjalds vegna Þormóðsgötu 34, Fjallabyggð hafnað.
Lagt fram til kynningar