Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 09.11.2021

Lagður fram listi yfir styrkumsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022.
Lagt fram
Listi yfir styrkumsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar. Nefndin mun skila umsögnum vegna umsókna til bæjarráðs eftir næsta fund nefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Lagður er fram til kynningar listi yfir styrkumsóknir til rekstrarstyrkja safna og setra fyrir árið 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 02.12.2021

Á 720. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 18.11.2021 samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd um umsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022. Umsóknir voru kynntar og teknar til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Fram eru lagðar umsagnir markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi, 2. desember 2021, vegna umsókna um styrki til hátíðarhalda 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2022.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.