Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.

Málsnúmer 2112015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Lagt er fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2021 er varðar uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman yfirlit yfir fyrirhugaðar breytingar og mat á því hvaða áhrif þær hafa á fyrirhugað útboð sveitarfélagsins á söfnun úrgangs í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 220. fundur - 10.10.2022

Smári Jónas Lúðvíksson frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) mætti til fundarins og var með kynningu á drögum að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ásamt Stefáni Gíslasyni frá Enivironice, sem tengdist fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhansson.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Smára Jónasi Lúðvíkssyni og Stefáni Gíslasyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á málefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem samanstendur af embættismönnum og bæjarfulltrúum til þess að vinna að úrlausn þeirra mála sem til koma vegna gildistöku nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Í starfshópnum verða bæjarstjóri, deildarstjóri tæknideildar, Arnar Þór Stefánsson fyrir hönd meirihlutans og Helgi Jóhannsson fyrir hönd minnihlutans.