Bæjarráð Fjallabyggðar

718. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs

1.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til október 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.026.750.300.- eða 102,61% af tímabilsáætlun 2021.

2.Styrkumsóknir 2022 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2110075Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022. Samtala fjárhæðar umsókna er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2022.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í janúar 2022.

3.Tækifæri að bættu aðgengi.

Málsnúmer 2110083Vakta málsnúmer

Fram er lögð umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 5. nóvember 2021, í umsögninni er lagt til að framkvæmd verði úttekt á stöðu aðgengismála í og við stofnanir sveitarfélagsins með það að markmiði að ná utan um verkefnið.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkur að fela tæknideild að framkvæma mat á aðgengismálum í og við stofnanir sveitarfélagsins, vinna kostnaðarmetinn lista yfir tillögur að úrbótum og leggja fyrir bæjarráð.

4.Styrkumsókn - blöðrubraut

Málsnúmer 2110098Vakta málsnúmer

Á 711. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Siglo golf and ski club ehf., í erindinu var þess farið á leit að sveitarfélagið veitti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðsdalsskógrækt. Á fund bæjarráðs mættu Róbert Guðfinnsson og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir og fóru yfir innsent erindi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Róberti Guðfinnssyni og Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Siglo golf and ski club ehf. um styrk til uppbyggingar blöðrubrautar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

5.Varðskipið Freyja

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefna er tengjast aðstöðusköpun fyrir varðskipið Freyju.

6.Garður - Grjótnám ofl.

Málsnúmer 2109071Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 4. nóvember 2021, minnisblaðið er unnið í framhaldi af erindi Sveinu G. Ragnarsdóttur dags. 19. október sl. f.h. hennar og systkina hennar en þau eru allt að 50% eigendur jarðanna Garðs I og Garðs II á móti sveitarfélaginu. Í framlögðu erindi er óskað skýringa á ýmsum þáttum er varða jörðina og nýtingu hennar.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum.

7.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2106026Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra dags. 6. ágúst 2021, minnisblaðið er unnið vegna erindis og erinda sem bárust sveitarfélaginu sl. sumar. Einnig er lögð fram yfirborðsmæling af svæðinu sem unnin var í sumar.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

8.Lærdómssetur í Ólafsfirði

Málsnúmer 2111019Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 4 nóvember 2021. Í erindinu reifar skólameistari hugmyndir sem tengjast því að efla skólann sem lærdómssetur með víðtækari tengingar inn í samfélagið sem geti fallið vel að skólastarfinu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar erindið og býður skólameistara til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi þess.

9.Fyrirhugað eldi á styrju í Ólafsfirði

Málsnúmer 2111023Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. dags. 6. nóvember 2021, í erindinu eru áform félagsins um styrjueldi reifuð og sett fram ósk um leyfi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar starfssemi.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar erindið og fagnar þeim áformum sem lýst er í bréfinu enda stuðla þau að aukinni atvinnuuppbyggingu í Fjallabyggð. Að því sögðu þá bendir bæjarráð á að í reglugerð nr. 1133/2021 um skráningarskylda aðila í fiskeldi kemur það m.a. fram í 3.gr. að Matvælastofnun annist skráningu skráningarskyldra aðila sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar. Í því ljósi beinir Fjallabyggð því til bréfritara að snúa sér til Matvælastofnunar vegna málsins.

10.Framkvæmdarstyrkur - umsókn

Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar dags. 8. nóvember 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar inniaðstöðu, fyrir golfspilara, sem félagið hyggst koma á laggirnar. Einnig er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Golfklúbbs Siglufjarðar til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.

11.Styrkumsókn fyrir árið 2022 - Stígamót

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur f.h. Stígamóta dags. 3. nóvember 2021, efni erindis er að leita eftir óskilgreindu framlagi sveitarfélagsins til starfsemi samtakanna á komandi ári.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.

12.Tillögur sveitarfélaga um fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2106017Vakta málsnúmer

Á 699. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir tillögum að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað var eftir tillögum að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólitískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að auglýsa, eftir fjórum áhugasömum fulltrúum íbúa, á heimasíðu sveitarfélagsins.

Jón Garðar Steingrímsson og Guðjón M. Ólafsson lýstu yfir áhuga að verða fulltrúar Fjallabyggðar í verkefninu með innsendum tölvupósti.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðrúnu Lindu Rafnsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Guðjón M. Ólafsson og Jón Garðar Steingrímsson sem fulltrúa fyrir hönd Fjallabyggðar

13.Sameining Starfsmannafélags Fjallabyggðar og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu

Málsnúmer 2111008Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanns Kjalar stéttarfélags og Guðbjarnar Arngrímssonar fráfarandi formanns Starfsmannafélags Fjallabyggðar dags. 28. október 2021. Efni bréfsins er að kynna fyrir sveitarfélaginu sameiningu Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Starfsmannafélags Fjallabyggðar.

14.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021. Efni bréfs er að kynna afgreiðslu stjórnar sambandsins á ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál, stjórnin tekur undir ályktun bæjarráðs Árborgar.

15.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111013Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021, er varðar verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.
Lagt fram

16.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

Málsnúmer 2111014Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021 ásamt fylgiskjölum. Efni erindis er að kynna fyrir sveitarfélögum boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að þiggja boð um þátttöku í námskeiði.

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundagerðir 901. og 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lög er fram til kynningar fundargerð 80. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 10:00.