Fyrirhugað eldi á styrju í Ólafsfirði

Málsnúmer 2111023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Lagt er fram erindi Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. dags. 6. nóvember 2021, í erindinu eru áform félagsins um styrjueldi reifuð og sett fram ósk um leyfi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar starfssemi.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar erindið og fagnar þeim áformum sem lýst er í bréfinu enda stuðla þau að aukinni atvinnuuppbyggingu í Fjallabyggð. Að því sögðu þá bendir bæjarráð á að í reglugerð nr. 1133/2021 um skráningarskylda aðila í fiskeldi kemur það m.a. fram í 3.gr. að Matvælastofnun annist skráningu skráningarskyldra aðila sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar. Í því ljósi beinir Fjallabyggð því til bréfritara að snúa sér til Matvælastofnunar vegna málsins.