Tækifæri að bættu aðgengi.

Málsnúmer 2110083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Lagt er fram erindi Guðjóns Sigurðssonar dags. 20. október 2021, efni erindisins er að kynna fyrir sveitarfélaginu verkefnið „Aðgengi að lífinu“ ásamt að óska eftir samtali við sveitarfélagið vegna aðgengismála fatlaðra. Einnig er í erindinu bent á möguleika sveitarfélaga til að sækja um styrk í fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við Guðjón og í framhaldi að semja umsögn vegna málsins. Í umsögn skal koma fram hver helstu tækifæri til úrbóta eru, áætlaður kostnaður við úrbætur og hvernig þær falla að tilvitnaðri reglugerð um fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsögn skal lögð fyrir fund bæjarráðs 11. nóvember n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Fram er lögð umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 5. nóvember 2021, í umsögninni er lagt til að framkvæmd verði úttekt á stöðu aðgengismála í og við stofnanir sveitarfélagsins með það að markmiði að ná utan um verkefnið.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkur að fela tæknideild að framkvæma mat á aðgengismálum í og við stofnanir sveitarfélagsins, vinna kostnaðarmetinn lista yfir tillögur að úrbótum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27.01.2022

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar dags. 19. janúar 2022 sem varðar aðgengisfulltrúa sveitarfélaga og fjárstuðning til úrbóta í aðgengismálum ásamt viðhengi. Í framlögðum tölvupósti er farið yfir; tilurð viðhengdrar samstarfsyfirlýsingar tveggja ráðuneyta, sambandsins og Öryrkjasambandsins, sem undirrituð var 7. maí 2021, mögulega styrki Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðgengisverkefna og að Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) muni ráða tímabundið sérstakan verkefnisstjóra sem skuli m.a. vinna með aðgengisfulltrúa sveitarfélaga að verkefnum sem falla undir styrkveitingu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gegna hlutverki aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins, einnig felur bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að setja sig í samband við verkefnisstjóra ÖBÍ varðandi mögulegar styrkumsóknir sveitarfélagsins vegna aðgengisverkefna.