Lærdómssetur í Ólafsfirði

Málsnúmer 2111019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Lagt er fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 4 nóvember 2021. Í erindinu reifar skólameistari hugmyndir sem tengjast því að efla skólann sem lærdómssetur með víðtækari tengingar inn í samfélagið sem geti fallið vel að skólastarfinu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar erindið og býður skólameistara til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Á 718. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 4.11.2021. Í erindinu reifar skólameistari hugmyndir sem tengjast því að efla skólann sem lærdómssetur með víðtækari tengingar inn í samfélagið sem geti fallið vel að skólastarfinu. Lára Stefánsdóttir mætti á fund bæjarráðs og fór yfir innsent erindi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Láru Stefánsdóttur fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir að fela bæjarstjóra að vera tengiliður við Menntaskólann vegna verkefnisins.