Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2106026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.06.2021

Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 30.05.2021, er varðar samskipti hestamannafélagsins Gnýfara og sveitarfélagsins varðandi svæði hestamannafélagsins og fleira ásamt fylgigögnum.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi úrlausn mála er snúa að sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra dags. 6. ágúst 2021, minnisblaðið er unnið vegna erindis og erinda sem bárust sveitarfélaginu sl. sumar. Einnig er lögð fram yfirborðsmæling af svæðinu sem unnin var í sumar.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25.11.2021

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 6. ágúst 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir fjögur aðskilin erindi sem bárust með tölvupósti í júní á þessu ári. Einnig er lögð fram yfirborðsmæling af svæði sem afmarkast af rótum Ósbrekkufjalls, Siglufjarðarvegar og ósi Ólafsfjarðarvatns.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað og felur bæjarstjóra að senda það til Hestamannafélagsins Gnýfara.