Varðskipið Freyja

Málsnúmer 2111007

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 04.11.2021

Hafnarstjóri fór yfir dagskrá komudags varðskipsins Freyju og, ásamt deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði, yfir framkvæmdir sem ráðast þarf í á og við Óskarsbryggju vegna skipsins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna að málinu áfram, þ.m.t. að óska eftir fjárheimild vegna þeirra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefna er tengjast aðstöðusköpun fyrir varðskipið Freyju.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála er varða framkvæmdir sem í gangi eru og tengjast komu varðskipsins Freyju til Siglufjarðar ásamt og að fara yfir ýmis mál sem tengjast því að skipið mun eiga hér heimahöfn.