Tillögur sveitarfélaga um fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2106017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 699. fundur - 08.06.2021

Lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólitískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa, eftir fjórum áhugasömum fulltrúum íbúa, á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð mun síðan tilnefna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Á 699. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir tillögum að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað var eftir tillögum að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólitískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að auglýsa, eftir fjórum áhugasömum fulltrúum íbúa, á heimasíðu sveitarfélagsins.

Jón Garðar Steingrímsson og Guðjón M. Ólafsson lýstu yfir áhuga að verða fulltrúar Fjallabyggðar í verkefninu með innsendum tölvupósti.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðrúnu Lindu Rafnsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Guðjón M. Ólafsson og Jón Garðar Steingrímsson sem fulltrúa fyrir hönd Fjallabyggðar